Vantrú bregst við yfirlýsingu

13.12.2011 - 22:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Félagið Vantrú hefur sent frá sér tilkynningu þar sem brugðist er við yfirlýsingu 109 háskólamanna vegna kæru Vantrúar á hendur Bjarna Randveri Sigurvinssyni. Yfirlýsing háskólamanna birtist í fjölmiðlum í dag.

Vantrú fer í yfirlýsingu sinni vandlega yfir deiluna við Háskóla Íslands og meint brot Bjarna Randvers Sigurvinssonar stundakennara við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Vantrú telur að Bjarni Randver hafi í kennslustund fjallað um Vantrú á einhliða hátt og gefið villandi mynd af því.

Í yfirlýsingu sinni í dagblöðunum í dag segja háskólamenn að Siðanefnd Háskóla íslands hafi brotið á rétti stundakennarans með svo alvarlegum hætti að hún hafi spillt málinu öllu með því að leggja fram sáttatillögu þar sem fallast átti á sekt kennarans án samþykkis hans. Í rökum sínum spyrja háskólamenn hvort: „stjórnmálaflokkar, hagsmunasamtök, þrýstihópar og aðrir utanaðkomandi aðilar að geta stýrt því hvernig fjallað er um þá í háskólakennslu? Ættu til dæmis bankamenn að athuga allar glærur sem notaðar eru til að ræða um siðfræði í tengslum við bankahrunið?„

Í yfirlýsingu Vantrúar segir að meðlimum félagsins blöskri skort á faglegum og akademískum vinnubrögðum þeirra háskólamanna sem undirrituðu hana.

Lesa má yfirlýsinguna frá Vantrú hér.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi