Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Vantar skýrari reglur um vald forseta

10.07.2013 - 17:54
Mynd með færslu
 Mynd:
Skýrar reglur vantar um vald forseta til að synja lögum staðfestingar, segir segir Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti.

Í stjórnarskrá sé gengið út frá því að þjóðhöfðingi sé mestmegnis með formleg völd og þar er, segir Ragnhildur, ekkert sem taki á því að forseti fari með persónulegt vald, eins og hann hefur þegar hann synji lögum staðfestingar. Enginn annar en hann geti borið ábyrgð á þeirri synjun, en í stjórnarskrá sé hins vegar tekið fram að forseti beri enga ábyrgð á stjórnarathöfnum.