Hafið er eitt þekktasta verk íslenskrar leiklistarsögu. Það var fyrst frumflutt í Þjóðleikhúsinu fyrir aldarfjórðungi við miklar vinsældir og eftir því var gerð kvikmynd. Hafið hefur ferðast marga hringi í kringum landið og hefur nú verið sviðsett í nýrri gerð í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar.
„Þetta á alveg ennþá erindi,“ segir Snæbjörn Brynjarsson um leikverkið, „hvort sem það er kynferðisofbeldi eða einhvers konar hnignun lítilla þorpa og svo auðvitað kvótakerfið.“ Honum finnst sýningin samt ekki nógu metnaðarfull. „Hún er eiginlega eins og æfður leiklestur frekar en eiginleg sýning og það er synd. Því það er margt gott í verkinu.“