Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Vantar eina konu

03.03.2013 - 18:17
Mynd með færslu
 Mynd:
Konur skipuðu 46 prósent sæta Samtaka atvinnulífsins í stjórnum lífeyrissjóða í fyrra, að sögn samtakanna. Aðeins vantar eina konu í viðbót til að jafnt kynjahlutfall náist meðal 24 fulltrúa samtakanna í stjórnum lífeyrissjóða. Vonast er til að jafnt kynjahlutfall náist á þessu ári.

Þetta kemur fram í ársskýrslu SA sem kemur út á miðvikudag. 1. september næstkomandi tekur gildi lagaákvæði sem skikkar lífeyrissjóði til að jafna kynjahlutföll þannig að minnst 40 prósent stjórnarmanna séu af hvoru kyni ef fleiri en þrír sitja í stjórn. Landssamtök lífeyrissjóða hafa óskað eftir lengri fresti en atvinnuvegaráðherra telur það ekki koma til greina. Tæplega eitt og hálft ár er síðan Alþingi samþykkti lögin.