Konur skipuðu 46 prósent sæta Samtaka atvinnulífsins í stjórnum lífeyrissjóða í fyrra, að sögn samtakanna. Aðeins vantar eina konu í viðbót til að jafnt kynjahlutfall náist meðal 24 fulltrúa samtakanna í stjórnum lífeyrissjóða. Vonast er til að jafnt kynjahlutfall náist á þessu ári.