Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Valur Íslandsmeistari árið 2017

Mynd: RÚV / RÚV

Valur Íslandsmeistari árið 2017

17.09.2017 - 21:46
Valsmenn tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins í áratug.

Valur tók á móti Fjölni á Hlíðarenda í kvöld og þurfti einfaldlega að vinna leikinn til þess að tryggja sér titilinn. Þeir voru svo sannarlega staðráðnir í því að vinna titilinn í kvöld en strax á fjórðu mínútu leiksins kom Guðjón Pétur Lýðsson Valsmönnum yfir. Bjarni Ólafur Eiríksson tvöfaldaði forystuna undir lok fyrir hálfleiks og staðan 2-0 í hálfleik.

Sigurður Egill Lárusson og Einar Karl Ingvarsson skoruðu svo sitt hvort markið í síðari hálfleiknum áður en Marcus Solberg Mathiasen náði að klóra í bakkann fyrir Fjölni. Lokatölur á Hlíðarenda 4-1 og Valsmenn þar með búnir að tryggja sér titilinn.