Valdimar og Örn Eldjárn í Havarí...

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Virkir morgnar

Valdimar og Örn Eldjárn í Havarí...

15.11.2018 - 12:19

Höfundar

..og Hjaltalín á Airwaves 2013

Seinasta hálftímann í Konsert kvöldsins á Hjaltalín, við heyrum upptöku með þeim frá Airwaves 2013,  en aðal-konsert kvöldsins er með Valdimar. Ekki hljómsveitinni Valdimar, heldur söngvaranum Valdimar og félaga hans, gítarleikaranum Erni Eldjárn.

Þeir tveir hafa gert dálítið af því að spila saman og þeir komu við í Havarí í Berufirði sumarið 2017.

Það eru hjónin á bóndabænum Karlsstöðum í Berufirði – þau Berglin Hasler og Svavar Pétur Eysteinsson (líka þekktur sem Prins Póló þegar hann er með gítar framan á sér og kórónu á höfðinu) sem reka veitingahúsið og tónleikastaðinn Havarí á Karlsstöðum, og hafa staðið fyrir tónleikaröðinni Sumar í Havarí núna undanfarin 2 sumur. Tónleikarnir hafa verið teknir upp og við útvörpuðum tónleikum með Ly Low fyrir stuttu.

Þetta er ansi skemmtilegt hjá þeim Berglindi og Svavari en þau starfrækja allt í senn, gistiheimili, tónleikastað, matstofu, snakkgerð og menningarstarfsemi ýmiskonar undir merki Havarí og þetta gengur bara vel hjá þeim skilst mér.

Og Valdimar og Örn Eldjárn héldu tónleika í Havarí  23. júlí í fyrra og við heyrum þá í Konsert vikunnar.

Tengdar fréttir

Tónlist

Sigrid + Valdimar

Tónlist

Iggy á Montreux og Dikta á Airwaves

Tónlist

Magnús og Jóhann og Seasick Steve

Tónlist

Lay Low í Havarí og Stevie Ray Vaughan