Valdimar leiðir lista Viðreisnar í Mosfellsbæ

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Valdimar Birgisson, auglýsingastjóri, leiðir lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningum í vor. Lovísa Jónsdóttir, lögfræðingur er í öðru sæti og Ölvir Karlsson, lögfræðingur í því þriðja. Að listanum standa íbúar sem brenna fyrir því að bæta Mosfellsbæ og gera bæinn að fyrirmyndar bæjarfélagi, að því er segir í tilkynningu.

Helstu áherslumál Viðreisnar eru gegnsæi í stjórnsýslu bæjarins og að velferð íbúa sé í fyrsta sæti. Flokkurinn ætlar að styrkja skólastarf með því að styðja betur við kennara og tryggja nemendum nútíma tækni og aðbúnað. Þá stefnir flokkurinn að því að gera íþróttaaðstöðu í Mosfellsbæ framúrskarandi og skipuleggja íþróttaaðstöðu til lengri tíma.

Meðal annarra stefnumála er að gera Mosfellsbæ að barnvænu samfélagi og hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og tryggja að börn líði ekki fyrir fátækt. Viðreisn vill einnig hlúa að eldri borgurum og vinna að því að öryrkjum og fötluðum sé tryggð sú þjónusta sem þeir þarfnast. Þá ætlar flokkurinn að standa vörð um náttúruna og taka skipulagsmál föstum tökum og sýna ábyrga fjármálastjórn.

Eftirfarandi frambjóðendur skipa lista Viðreisnar í Mosfellsbæ:

1. Valdimar Birgisson, 56 ára, auglýsingastjóri.

2. Lovísa Jónsdóttir, 43 ára, lögfræðingur.

3. Ölvir Karlsson, 29 ára, lögfræðingur.

4. Hildur Björg Bæringsdóttir, 42 ára, verkefnastjóri.

5. Magnús Sverrir Ingibergsson, 47 ára, húsasmíðameistari.

6. Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 21 árs, nemi og lögregluþjónn.

7. Karl Alex Árnason, 24 ára, kjötiðnaðarmaður.

8. Elín Anna Gísladóttir, 30 ára, verkfræðingur.

9. Ari Páll Karlsson, 21 árs, sölu- og þjónustufulltrúi.

10. Olga Kristrún Ingólfsdóttir, 38 ára, verkefnisstjóri.

 

11. Pétur Valdimarsson, 52 ára, viðskiptafræðingur.

12. Erla Björk Gísladóttir, 35 ára, mannauðsráðgjafi.

13. Vladimir Rjaby, 42 ára, bifvélavirki.

14. Guðrún Þórarinsdóttir, 52 ára, framkvæmdastjóri.

15. Jóhann Björnsson, 35 ára, framhaldsskólakennari.

16. Sara Sigurvinsdóttir, 29 ára, sérfræðingur á mannauðssviði.

17. Sigurður Gunnarsson, 48 ára, löggiltur fasteignasali.

18. Hrafnhildur Jónsdóttir, 59 ára, ritari.

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi