Vaknar með kvíða í höndunum

Mynd: RÚV / RÚV

Vaknar með kvíða í höndunum

18.10.2018 - 13:41
Jakob Birgisson mun þreyta frumraun sína í uppistandi 26.október næstkomandi. Þrátt fyrir að þetta sé fyrsta uppistand Jakobs hefur hann nú þegar selt upp heila sýningu.

Jakob er tuttugu ára gamall, ný byrjaður í Háskóla og býr með nokkrum vinum sínum þar sem foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna. Hann segir sitt eigið líf vera innblástur í sýninguna en þar verði að sjálfsögðu tæpt á ýmsu. 

Sýningin verður frumraun Jakobs í uppistandi en hann hefur gengið með hugmyndina í rúmlega ár. Hann segist eðlilega vera stressaður, það stressaður að hann vakni með kvíða í höndunum. 

Við kíktum í heimsókn til Jakobs og hjálpuðum honum að baða hundinn sinn Lubba, myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.