Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Vængjuð Björk rís upp úr legi í nýju myndbandi

Mynd með færslu
 Mynd: Björk/Wetransfer

Vængjuð Björk rís upp úr legi í nýju myndbandi

18.12.2017 - 16:23

Höfundar

Nýtt myndband við lag Bjarkar „Arisen my senses“ var frumsýnt í dag.

Lagið er að finna á nýútkominni plötu Bjarkar, Utopia. Leikstjóri myndbandsins er Jesse Kanda, sem hannaði einnig umslag plötunnar.

Í myndbandinu sést hvar Björk rís upp úr lifandi legi, í eins konar mölflugugervi, ásamt tónlistarmanninum og meðhöfundi lagsins Arca. 

 

 

Björk segist vera afar stolt af ferðalaginu sem hún hafi lagt af stað í ásamt tónlistarmanninn Arca, leikstjóranum Jesse Kanda og hönnuðinum James Merry.

Myndbandið er birt á vef Wetransfer. Hægt er að horfa á það hér.

Tengdar fréttir

Tónlist

Myndband Bjarkar valið það besta á árinu

Tónlist

Ræða styttu af Björk á fundi ferðamálaráðs

Popptónlist

Hefur spilað sirka 15.000 tónleika um ævina

Tónlist

„Við sáum hvort annað“