Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp fjármálaráðherra sem heimilar ráðherra að lána Vaðlaheiðargöngum hf. allt að 8,7 milljarða til gerðar ganganna. 29 þingmenn samþykktu fjármögnunina, 13 voru á móti og 5 sátu hjá. Þverpólitískur ágreiningur var um málið.