Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Vaðlaheiðargöng samþykkt

14.06.2012 - 18:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp fjármálaráðherra sem heimilar ráðherra að lána Vaðlaheiðargöngum hf. allt að 8,7 milljarða til gerðar ganganna. 29 þingmenn samþykktu fjármögnunina, 13 voru á móti og 5 sátu hjá. Þverpólitískur ágreiningur var um málið.

 Þrír stjórnarliðar voru í hópi þeirra sem sátu hjá. Framlengt tilboð í gerð Vaðlaheiðarganga átti að renna út á morgun en nú er fjármögnunin orðin lögfest.