Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Útópía Bjarkar: Joan Baez og hinsegin lög

Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður ÓL Bragason - Rás 2

Útópía Bjarkar: Joan Baez og hinsegin lög

08.04.2018 - 12:49

Höfundar

Björk kemur við sögu í seinni hluta þáttarins en Joan Baez í þeim fyrri.

Björk heldur tvenna tónleika í Reykjavík í vikunni og byrjar tónleikaferð sína um heiminn í Háskólabíó mánudaginn 9. og fimmtudaginn 12. apríl. Útópía er 10. sólóplata Bjarkar, hún kom út í lok síðasta árs og var valin ein af bestu plötum síðasta árs í ýmsum miðlum víða um heim og fyrir síðustu plötu þar á undan; Vulnicura, hlaut hún bresku tónlistarverðlaunin í flokknum „besta alþjóðlega söngkonan“. Á Útópíu-túrnum kemur Björk fram með 7 flautuleikurum, slagverksleikara og raftónlistarmanni.  

Rokkland spjallaði við Björk þegar Útópía kom út og spurði t.d. hvort hún væri enn að fást við popp-músík eða hvort þetta væri eitthvað allt annað.

Við skoðum líka nýja „plötu“ sem heitir Universal Love og hefur að geyma „hinsegin“ útgáfur af ýmsum þekktum lögum og flytjendur eru Bob Dylan, Kele söngvari Bloc Party ofl.

En í fyrri hluta þáttarins er Joan Baez yfir og allt um kring. Hún sendi fyrir skömmu frá sér plötuna Whistle down the road sem hún segir að verði hugsanlega og líklega sín síðasta plata og hún ætlar að fylgja henni eftir með síðustu alvöru tónleikaferðinni sem hófst í mars í Svíþjóð og stendur út árið. Joan Baez er 77 ára gömul og búin að vera að syngja fyrir fólk í meira en 60 ár. Við heyrum lög af nýju plötunni en líka músík frá fyrstu árunum.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel á aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi að Rokklands-hlaðvarpinu í gegnum iTunes. Og hér fyrir neðan er nýjasti Rokkland mælir með-playlistinn á Spotify-

Tengdar fréttir

Tónlist

Guð er ekki til, veik í leikföng og öll hin...

Tónlist

Sko þetta heita Músíktilraunir

Tónlist

FMA 2018 & ÍTV 2018

Tónlist

Ég drakk ekki einu sinni Lager ...