Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Útlendingastofnun braut lög um persónuvernd

01.03.2016 - 17:59
Útlendingastofnun
 Mynd: ruv
Persónuvernd úrskurðaði í dag að Útlendingastofnun hafi brotið lög um persónuvernd í máli hjóna frá Víetnam.

Tildrög málsins eru þau kona nokkur hafði sótt um dvalarleyfi á Íslandi vegna fjölskyldusameiningar. Vegna umsóknarinnar réðist Útlendingastofnun í könnun á því hvort hjónaband hennar hefði verið til málamynda. Meðal annars var skrifað bréf til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem vitnað var til upplýsinga frá Landspítala um persónueinkenni og þroska fólksins.

 

Í úrskurði Persónuverndar segir meðal annars að lögð sé rík áhersla á það í löggjöf að

fólk, sem leitar til heilbrigðiskerfisins, geti treyst því að það njóti trúnaðar um allt sem viðkemur þeirri þjónustu sem þar er veitt

Skráning Útlendingastofnunar á upplýsingum um konuna og miðlun þeirra til lögreglu, hafi farið í bága við lög. 

Að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag, hefur málið verið kært til lögreglu.

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV