Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Útilokar ekki að ræða framkomu Breta nánar

27.09.2018 - 11:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Eggert Þór Jónsson - RÚV
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að hann taki upp þráðinn á ný við Breta um framkomu þeirra í garð Íslands í aðdraganda hrunsins. Þetta kom fram í máli ráðherra fyrir stundu á Alþingi þegar hann svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um erlend áhrif efnahagshrunsins og hvort farið verði fram á afsökun Breta líkt og Hannes leggi til.

Bjarni sagðist ítrekað hafa tekið þessi mál upp og eins og áður segir útilokar ekki að gera það á ný. Bjarni sagði mikilvægt að halda ýmsu til haga þótt einnig sé um að ræða atburði sem séu liðnir og því frágengnir.