Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Úthlutuðu 40 milljónum til 22 verkefna

Mynd með færslu
 Mynd:

Úthlutuðu 40 milljónum til 22 verkefna

04.12.2013 - 15:23
Vinir Vatnajökuls úthlutuðu í dag tæplega fjörutíu milljónum króna til tuttugu og tveggja verkefna sem varða kynningu, rannsóknir eða fræðslu á þjóðgarðinum og nágrenni hans. Vinir Vatnajökuls eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru í júní árið 2009, ári eftir stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Í tilkynningu kemur fram að Vinir Vatnajökuls hafi á fjórum árum veitt tæplega 200 milljónum króna í fræðsluverkefni og styrki. Alls bárust 49 umsóknir um styrk að þessu sinni.