Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Utanríkisráðherrar ESB ræða ekki bréfið

17.03.2015 - 14:38
Mynd með færslu
 Mynd: Evrópusambandið  - Evrópusambandið
Fundur utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna stendur nú í Brussel.

Á blaðamaðamannafundi var utanríkisráðherra Lettlands, Edgars Rinkēvičs, spurður hvort Ísland væri enn umsóknarríki í augum ESB og hvort óhætt væri að fullyrða að Ísland þyrfti ekki að sækja um aftur, ef það skipti um skoðun og vildi halda áfram aðildarviðræðum. Lettland fer nú með formennsku í ESB.

Lettneski ráðherrann, sem tók við bréfi Gunnars Braga, sagði að hann hefði bæði gert fundinum grein fyrir bréfi íslenskra stjórnvalda og stjórnarandstöðu. Fundurinn myndi ekki ræða málið frekar. Það væri meðal annars til þess að trufla ekki stjórnmálaumræðuna um málið á Íslandi.

ragnhildurth's picture
Ragnhildur Thorlacius
Fréttastofa RÚV