Keppnin var auglýst í september og voru þrír hópar valdir af handahófi til að skila inn tillögum að útsýnispalli.
Unnið á Indlandi og á Íslandi
Vinningstillöguna eiga Landmótun, Sei arkitektar og Argos, með ráðgjöf frá S Saga verkfræðingi en tillagan var unnin á bæði Indlandi og Íslandi. „Okkur fannst mikilvægt að bæta við landslagið sem fyrirer þannig að virði þess aukist og fólk geti upplifað Bolafjall alveg á nýjan hátt. Þetta á að vera viðbót sem tekur ekki frá því dramatíska landslagi sem að fjallið er,“ segir Shruthi Basappa, arkitekt hjá Sei.