Þótt Arnór upplifði ekki harðindi á eigin skinni þá segist hann hafa heyrt talað um þau. „En engar sögur sem að maður lagði trúnað á.“ Það hafi þó verið misjafnt á heimilum. Eins og þar sem var færra fólk og erfiðara að athafna sig og fara á sjó. Á Horni var hinsvegar alltaf til nóg matur og ef það lygndi að vetri var farið á skak í víkinni og smokkfiskur notaður sem beita. „Frá fyrstu tíð var alltaf hugsað fyrir því að eiga eitthvað til að bjarga sér með,“ segir Arnór.
72 árum eftir að hafa flutt inn á Ísafjörð saknar Arnór þess að geta ekki verið í Hornvík: „Því það gaf manni svo mikið að vera á staðnum, maður var í miklu betra sambandi við náttúruna, heldur en hér.“
Í Sögum á landi var talað við Arnór Stígsson og má hlýða á viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.