Uppgjör við eldgosið

Mynd með færslu
 Mynd:

Uppgjör við eldgosið

07.07.2013 - 19:39
Fjörutíu árum eftir Heimaeyjargosið er í fyrsta sinn fjallað opinskátt um eina dauðsfallið sem varð í náttúruhamförunum. Í nýrri heimildamynd segir björgunarmaður það vera löngu tímabært að ræða þennan atburð. Myndin var sýnd á goslokahátíð sem lauk í dag.

Hápunktur goslokahátíðar er kvöldskemmtun skammt frá höfninni í Eyjum. Nú fór hún fram á stærra svæði en áður, í hinu svokallaða Skipasundi við gamla slippinn. „Logar í austri" nefndist dagskrárliður sem hófst um miðnætti. Kveikt var í bálkesti á Eldfelli og er óhætt að segja að  sjónarspilið hafi minnt á 40 ára fréttamyndir af eldgosinu á  Heimaey.

Á goslokahátíðinni var frumsýnd ný heimildamynd um uppgjör fólks við eldgosið. Titill myndarinnar „Útlendingur heima“ vísar til þess að mörgum leið eins og útlendingum, annað hvort  á nýjum slóðum á fastalandinu eða þegar fólk flutti aftur til breyttrar Heimaeyjar.

Myndin er á dagskrá RÚV að loknum fréttum. Þar er meðal annars fjallað í fyrsta sinn um eina manninn sem lést í gosinu 1973.  Hann varð fyrir gaseitrun í apóteki bæjarins.

Tengdar fréttir

Mannlíf

Veðrið hamlaði ekki gestum Goslokahátíðar

Mannlíf

Goslokahátíð hafin í Eyjum