Uppfærsla Þorleifs talin ein af þeim bestu

Mynd með færslu
 Mynd:

Uppfærsla Þorleifs talin ein af þeim bestu

23.01.2014 - 12:03
Leiksýningin Rómeó og Júlía sem sett var upp í Staatstheater í Mainz í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar er ein af þeim sýningum sem koma til greina til þýskra leikhúsverðlauna.

Vefsíðan nachtkritik.de  veitir verðlaunin og hefur valið rúmlega 60 uppfærslur sem fólk getur greitt atkvæði sitt. Þær tíu uppfærslur sem fá flest atkvæði verða kynntar á leikhúsþingi síðunnar síðar á árinu. Vefsíðan var sett á laggirnar 2007. Á henni er fjallað um athyglisverðustu leiksýningar landsins og birtir leikdómar morguninn eftir frumsýningu, alls um 50 sýningar á mánuði. Þrír Íslendingar unnu að sýningunni, auk Þorleifs gerði Filippía Elísdóttir búningana og Jósef Halldórsson gerði leikmyndina.