Unnu til bronsverðlauna í taekwondo

Mynd með færslu
 Mynd: Haukur Skúlason - RÚV

Unnu til bronsverðlauna í taekwondo

28.06.2015 - 17:58
Hákon Jan Norðfjörð, Bartosz Wiktorowicz og Eyþór Atli Reynisson unnu til bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í taekwondo í Belgrad í Serbíu. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir keppendur vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í greininni.

Félagarnir kepptu í svokölluðu hópa-poomsae þar sem þrír keppendur þurfa að sýna flóknar hreyfingar í fullkomnum takti og samhljómi.

Keppendur tóku einnig þátt í einstaklingskeppni. Bartosz Wiktorowicz tapaði í undanúrslitum fyrir geysisterkum Tyrkja sem varð svo í Evrópumeistari. Sveinborg Katla Daníelsdóttir hafnaði í 13 sæti af 23 keppendum í erfiðasta flokki mótsins. Ástrós Brynjarsdóttir, Taekwondo kona Íslands, komst í 10 keppenda lokaúrtak í sínum flokki. Hún komst þó ekki á pall.