Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Unnar kjötvörur krabbameinsvaldandi

26.10.2015 - 13:42
Pylsur á grilli.
 Mynd: Luz Maria Espinoza - RGBStock
Unnar kjötvörur, líkt og beikon, pylsur og skinka, eru krabbameinsvaldandi, samkvæmt nýrri útttekt Alþjóðlegu krabbameinsrannsóknarstofnunarinnar.

Stofnunin, sem er hluti Alþjóðaheilbrigðisstofunarinnar, birti í dag skýrslu sem byggð er á meira en 800 rannsóknum á tengslum kjötneyslu og krabbameins. Niðurstaða skýrslunnar er að fimmtíu grömm af unnum kjötvörum á dag - það er minna en tvær beikonsneiðar - auki líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi um átján prósent. Þá sé rautt kjöt líklega einnig krabbameinsvaldandi en minni sannanir séu fyrir því. 

verai's picture
Vera Illugadóttir
dagskrárgerðarmaður
Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV