Universal kaupir víkingamynd Baltasars

epa03815752 Icelandic actor, theater and film director and producer Baltasar Kormakur poses during the photocall for his movie '2 Guns' at the 66th Locarno International Film Festival, 07 August 2013, in Locarno, Switzerland.The event runs from
 Mynd:

Universal kaupir víkingamynd Baltasars

07.10.2014 - 18:22
Kvikmyndaverið Universal hefur tryggt sér réttindin að víkingamynd Baltasars Kormáks. Universal tekur við keflinu af Working Title sem keypti kvikmyndaréttinn fyrir þremur árum. Baltasar hefur gengið með myndina í maganum í sex ár og rúmlega það.

Greint er frá viðskiptunum á vef  Hollywood Reporter og Deadline. Baltasar er nú önnum kafinn við eftirvinnslu á kvikmyndinni Everest sem frumsýnd verður í september á næsta ári. Hann hefur einnig verið orðaður við kvikmynd um leiðtogafundinn í Höfða 1986 -   Michael Douglas á að leika Ronald Reagan.

Baltasar hefur lengi dreymt um að gera umrædda víkingamynd.  Working Title keypti réttinn á sínum tíma til tveggja ára og leikstjórinn sagði í samtali við Fréttablaðið  að hann hefði verið búinn að vinna lengi að þessu. Þá vakti það einnig talsverða athygli fyrir fjórum árum þegar víkingaþorp fór að rísa við gamla íbúðarhúsið á Horni í Hornafirði - nota átti þorpið fyrir umrædda víkingamynd.

Fram kemur á vef Hollywood Reporter að Ólafur Egill Egilsson skrifi handritið ásamt Baltasar. Leikstjórinn verður einnig meðal framleiðanda gegnum framleiðslufyrirtækið sitt RVK Studios auk Tim Bevan og Eric Fellner frá Working Title og Marc Platt og Adam Siegel frá Marc Platt Productions.