Örninn sem er ungur kvenfugl fannst með laskaðan væng í lok janúar. Talið er að hann hafi lent í vargi eða flogið á eitthvað. Assan var því fönguð og flutt í Húsdýragarðinn þar sem hún hefur fengið aðhlynningu. Nú hafa flugfjaðrirnar vaxið að fullu og í gær var henni sleppt á svipuðum slóðum og hún fannst.
Assan virðist hafa jafnað sig en í logninu í gær var flughæfnin og styrkurinn ekki eins og best verður á kosið. Eftir að hafa hinkrað á bryggjubrún um stund hóf örninn sig til flugs en missti fljótlega flugið og lennti í sjónum. Þar stjökuðu álftir við henni og hún álpaðist í land á ný. Þegar Karl Sigtryggsson myndatökumaður skyldi við örninn þerraði hann vængina í fjörunni og aðrir ungir ernir svifu yfir.
Starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands munu líta eftir erninum næstu daga og vonast til að flughæfni hans eflist við náttúrulega aðstæður og að örlítill vindur lyfti honum til flugs á ný.