Ungmennum sem deyja úr eyðni fjölgar

27.11.2015 - 02:47
epa05042795 Britain's Prince Harry (L) chats with Prince Seeiso of Lesotho (R) during a visit at the Mamohato Children's centre, Maseru, Lesotho, 26 November 2015.  Prince Harry is patron of the Mamohato Children's Centre and has been
Harry Bretaprins og Seeiso prins af Lesótó heimsækja HIV smituð börn í Lesótó Mynd: EPA
Þrefalt fleiri ungmenni láta lífið vegna eyðni í dag en fyrir fimmtán árum síðan. Flest þeirra smituðust sem ungabörn.

Eyðni er algengasta dánarorsök ungmenna á aldrinum tíu til nítján ára í Afríku og sú næst algengasta ef litið er yfir allan heiminn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.

Í skýrslunni kemur fram að þessi aldurshópur er sá eini þar sem dauðsföllum af völdum eyðni fer fjölgandi. Flest þeirra ungmenna sem láta lífið af völdum sjúkdómsins hafi hlotið HIV-smit, undanfara eyðni, sem ungabörn, fyrir um tíu til fimmtán árum síðan. Á þeim tíma fengu færri HIV-smitaðar þungaðar konur bóluefni sem kemur í veg fyrir að veiran smitist á milli móður og barns. Sextíu prósent þungaðra kvenna með HIV fengu bóluefni sem koma í veg fyrir smit á milli móður og barns á síðasta ári.

Craig McClure, yfirmaður áætlunar UNICEF um HIV og eyðni, segir nauðsynlegt að ungt HIV-jákvætt fólk hafi aðgang að meðferð, heilsugæslu og stuðningi. Af þeim 2,6 milljónum barna sem eru HIV-smituð í heiminum nýtur aðeins um þriðjungur meðferðar við sjúkdómnum.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi