Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Ungir Austfirðingar skora á þingmenn

18.02.2018 - 23:45
Mynd með færslu
 Mynd: Arngrímur Viðar Ásgeirsson
Ungir Austfirðingar neita að sætta sig við að árið 2018 séu vegasamgöngur í því skötulíki sem raun ber vitni. Þetta segir í ályktun miðstjórnar félagasamtakanna Ungs Austurlands sem gerð var opinber á Facebook í kvöld. Þar segir að Borgarfjörður Eystri sé eini þéttbýlisstaður á landinu sem ekki hefur tengingu við annan þéttbýlisstað með bundnu slitlagi, það hljóti að vera forgangsatriði að koma því á.

Þá segjast ungir Austfirðingar berjast fyrir bættum búsetuskilyrðum á Austurlandi. Samgöngur séu einn af hornsteinum þess að þar sé hægt að byggja upp kröftuga heild. Skorar miðstjórn Ungs Austurlands að alla þingmenn Norðausturkjördæmis, og raunar alla þingmenn Alþingis, að standa með Austfirðingum og tryggja að farið verði í framkvæmdir sem fyrst.
Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV