Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Undirbúa lagasetningu vegna Bakka

10.09.2016 - 03:54
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Stjórnarráðið er að leita leiða til að komast hjá þeim vandamálum sem upp koma ef lagning háspennulína frá Þeistareykjavirkjun tefst eða verður bönnuð. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Málið fellur undir verksvið fleiri en eins ráðherra og leiðir Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra vinnuna samkvæmt heimildum blaðsins.

Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála er með kæru Landverndar vegna útgáfu framkvæmdaleyfa fyrir lagningu línanna að iðnaðarsvæðinu á Bakka, til umfjöllunar og er búist við úrskurði í málinu fyrir áramót.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að rætt hafi verið að setja lög á deiluna eða að skerpa á ákvæðum nýlegra náttúruverndarlaga, svo verkefni sem komin voru af stað fyrir gildistöku laganna verði ekki stöðvuð.

Jón Þór Víglundsson
Fréttastofa RÚV