Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Undir 50 á kjörskrá í tveimur sveitarfélögum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fæstir kjósendur á kjörskrá fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru í Skorradalshreppi og Helgafellssveit. Í Skorradalshreppi eru 44 á kjörskrá og í Helgafellssveit 45.

Alls eru tíu sveitarfélög með færri en hundrað kjósendur á kjörskrá. Auk Skorradalshrepps og Helgafellssveitar eru það Eyja- og Miklaholtshreppur,  Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Skagabyggð, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur, Fljótsdalshreppur og Borgarfjarðarhreppur. Í öllum þeirra, nema Tjörneshreppi, fara fram óbundnar kosningar.

Á landinu öllu eru 248.025 á kjörskrá fyrir kosningarnar 26. maí.

 

evabb's picture
Eva Björk Benediktsdóttir
íþróttafréttamaður