Umtalsverð fjölgun erlendra ferðamanna

07.04.2013 - 13:41
Mynd með færslu
 Mynd:
Rúmlega 122 þúsund erlendir ferðamenn hafa verið á landinu það sem af er þessu ári, eða 34 þúsundum fleiri en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Ferðamálastofu um brottfarir frá landinu um Keflavíkurflugvöll.

Í síðasta mánuði voru hér næstum 50 þúsund ferðamenn. Það er fjölgun um 45,5 prósent frá mars í fyrra. Bresku ferðafólki hefur fjölgað mest, um ríflega helming. Ríflega 70 þúsund Íslendingar hafa farið utan það sem af er þessu ári. Það er svipaður fjöldi og í fyrra.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi