
Umsvif í hafnarlífi Bílddælinga
Gert er ráð fyrir stækkun hafnarinnar í samgönguáætlun og á teikniborðinu er 70 til 80 metra lenging sem tengir saman gömlu og nýju höfnina á Bíldudal. Ásthildur segir miklar breytingu hafa orðið á höfninni á fáeinum árum. Í stað gamalla báta sem grotnuðu niður við höfnina sé höfnin nú þétt setin og mikið líf. Mikið sé um að vera við strandveiðarnar, rækjubátar og bátar við grásleppuveiðar. Ásthildur segir að nú hafi bæst við umferð. Í vikunni kom Reykjafoss til dæmis Bíldudals með 30 gáma, þar af 22 með efni í nýjar sjókvíar Arnarlax, sem er með laxeldi í Arnarfirði og starfsstöð á Bíldudal. Einnig komi fóðurskip til hafnar sem og skip til að sækja kalkþörunga fyrir Íslensku kalkþörungaverksmiðjuna, sem er einnig staðsett á Bíldudal. Þá hefur Arnalax fest kaup á brunnbát.
Í gær samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar deiliskipulag nýs iðnaðarsvæðis á Bíldudal. Þar mun til að mynda rísa steypustöð. Ásthildur segir að þá hafi margra ára áform verið samþykkt.
Mikil atvinnuuppbygging hefur verið á Bíldudal undanfarin og viðsnúningur í búferlaflutningum. Eftir margra ára fólsfækkun töldu íbúar Bíldudals í upphafi árs 2014 171 en eru nú 207. Bíldudalur er hluti af verkefni Byggðastofnunar, brothættar byggðir. Samkvæmt Bygðastofnun er viðfangsefnið á Bíldudal að búa samfélagið undir það að taka við breyttum aðstæðum sem myndast með nýjum fyrirtækjum og aukinni atvinnu.