Umskurður bannaður

27.06.2012 - 05:26
Mynd með færslu
 Mynd:
Dómstóll í Köln hefur bannað foreldrum að láta umskera unga drengi af trúarlegum ástæðum. Dómurinn hefur vakið hörð viðbrögð, sérstaklega í þýska gyðingasamfélaginu, þar sem tíðkast að umskera drengi líkt og kveður á um í trúarritum þeirra.

Undirréttur sýknaði, hæstiréttur dæmdi sekan

Dómurinn kemur í kjölfar þess að saksóknarinn í Köln höfðaði mál á hendur lækni í borginni sem hafði framkvæmt umskurð á fjögurra ára gömlum múslimskum dreng að beiðni foreldra hans. Drengnum blæddi hins vegar mikið og í kjölfarið kom málið inná borð saksóknarans.
Undirréttur dæmdi lækninn saklausan af því að hafa valdið drengnum ólýsanlegum sársauka en málinu var hins vegar skotið til æðri dómstóls í Köln sem dæmdi lækninn sekan. Dómurinn mat það sem svo að líf barnsins og réttur þess væri ofar rétti foreldranna til að velja. Talið er að dómurinn hafi mikið fordæmisgildi.

Forsvarsmenn gyðinga æfir

Forsvarsmenn gyðingasamfélagsins í Þýskalandi eru æfir yfir úrskurðinum og sagði Dieter Graumann, talsmaður stærstu samtaka gyðinga í Þýskalandi að dómurinn sé inngrip í líf trúaðra og frelsi þeirra til að velja, umskurður hafi tíðkast meðal Gyðinga svo öldum skipti og sé stór hluti af gyðinglegri trú og hefð.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi