Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Umræðu um fjárlagafrumvarpið lokið

26.11.2019 - 23:09
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þriðju umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk á Alþingi í kvöld. Greidd verða atkvæði um frumvarpið og breytingartillögur við það á þingfundi á morgun.

Umræðunni lauk rétt fyrir klukkan hálf átta í kvöld. Næsti þingfundur hefst klukkan þrjú síðdegis á morgun. Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið er fimmti liður á dagskrá. Á undan henni eru störf þingsins, kosning þriggja manna og jafn margra varamanna í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar, kosning þriggja manna og jafn margra til vara í rannsóknarnefnd almannavarna til fimm ára, og umræða um hvort leyfði skuli skýrslubeiðni um stöðu eldri borgara hérlendis og erlendis.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV