Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Umræðu um fjárlagafrumvarp frestað til morguns

13.09.2018 - 19:13
Mynd með færslu
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs, sem fjármálaráðherra mælti fyrir í morgun, var frestað á sjötta tímanum. Umræðunni verður framhaldið á morgun þegar fagráðherrar sitja fyrir svörum um sína málaflokka.

Fundurinn hefst klukkan 9:30 og það er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem fyrst tekur til máls. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði undir lok umræðunnar áðan að samkvæmt starfsáætlun Alþingis ætti þriðja umræða fjárlaga að fara fram 22. nóvember næstkomandi. Ef það næðist væri það nýtt met og til mikilla bóta fyrir meðferð fjárlaga.

„Mér finnst umræðan um fjárlögin og framsetningin á öllu sem varðar opinber fjármál að batna með hverju árinu og vonandi batnar það áfram enn um hríð. Við erum enn að læra á þetta nýja regluverk,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV