Ummæli Lilju lykillinn að því að skilja málið

06.12.2018 - 08:34
Mynd:  / 
Ummæli Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um að ofbeldismenn hafi ekki dagskrárvald á Íslandi er lykillinn að því að skilja Klausturmálið. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Viðtal við Lilju  í Kastljósi í gær hefur vakið mikla athygli. Þar sagði hún meðal annars að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins séu ofbeldismenn, og að hún hafi upplifað samtal þeirra á Klaustur bar sem áras. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist sammála orðum Lilju.

„Já ég er það. Og mér finnst raunar þessi setning sem kom frá henni í gær og rammaði inn hennar skilgreiningu á stöðunni með það að ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald á Íslandi, mér finnst þetta algjörlega vera lykillinn að því að skilja þetta mál. Og við hin eigum að standa með Lilju og öðrum sem urðu fyrir beinum árásum af hendi þessara manna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, en þar var einnig rætt við þingmennina Helgu Völu Helgadóttur og Þorstein Víglundsson. Heyra má viðtalið í spilaranum hér að ofan.

 

 

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi