Umhverfisvitund og einstaklingurinn

Mynd með færslu
 Mynd:

Umhverfisvitund og einstaklingurinn

14.01.2019 - 17:53
Í kvöld hefst ný sería á RÚVnúll. Náttúrulaus, í umsjón Sigrúnar Eirar, fjallar um hinar ýmsu hliðar umhverfismála þar sem rauði þráðurinn er umhverfisvitund og einstaklingurinn.

Í fyrsta þætti er ræðir Sigrún við Eyju Orradóttur um veganisma út frá umhverfinu. Þær velta fyrir sér stöðu veganisma á Íslandi, vegan fatnaði, kjötneyslu og hvort að breyting á viðhorfi fólks gagnvart kjöti verði að breytast að því leiti að það verði flokkað sem lúxusvara vegna þeirra áhrifa sem ræktun dýra hefur á umhverfið. 

Þátturinn verður á dagskrá á streyminu á ruvnull.is klukkan 21 í kvöld og verður eftir það aðgengilegur í spilaranum.