Umhverfishlið Vetrarólympíuleikanna

A GP2 team Russian Time car bares the logo of the up-coming 2014 winter Olympic games in Sochi at the Circuit de Monaco in Monte Carlo on May 24, 2013 ahead of the Monaco Formula One Grand Prix.   AFP PHOTO / BORIS HORVAT
 Mynd:

Umhverfishlið Vetrarólympíuleikanna

13.01.2014 - 16:06
Vetrarólympíuleikarnir verða settir í Sochi í Rússlandi 7. febrúar næstkomandi. Leikarnir hafa verið nokkuð í umræðunni vegna mannréttindamála í aðdragandanum, og þá sérstaklega varðandi réttindi samkynhneigðra. En nú hafa að auki borist fregnir af bágbornu ástandi umhverfismála.

Þetta er á skjön við hljómfagrar yfirlýsingar ráðamanna um að mikil áhersla sé lögð á umhverfismál í tengslum við leikana.

Stefán Gíslason fer yfir nokkuð af því sem fram hefur komið, meðal annars að margs konar úrgangur hafi verið fluttur úr augsýn, til nálægra þorpa og bæja og urðaður þar í leyfisleysi. Einnig að nálæg laxveiðiá hafi verið menguð.