Umferðarútvarp á næstu árum?

11.11.2012 - 14:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Upplýsingaþjónusta um umferð gæti verið fýsilegur kostur hér á landi fyrir útvarpssendingar. Víða erlendis er upplýsingum um umferð miðlað á sérstakri rás sem ökumenn geta nýtt sér.

Umferðarútvarp eða bílútvarp að erlendri fyrirmynd hefur verið á verkefnalista þjónustudeildar Vegagerðarinnar í nokkur ár. Kerfi sem miðlar stafrænum upplýsingum um umferð og ástand vega til vegfarenda um FM-viðtæki er notað víðsvegar í Evrópu en auk þess eru til kerfi sem færa upplýsingar af veraldarvefnum um færð, í stafrænt form. Til þess þarf snjallsímaforrit,en sú tækni byggir á stafrænu útvarpi sem ekki er til hér á landi, enn sem komið er. Sú lausn sem best myndi henta hér á landi, að mati þjónustudeildar Vegagerðarinnar, væri miðlun upplýsinga um FM-dreifikerfi.

Niðurstöður þjónustudeildarinnar voru kynntar á rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar. Til þess þarf að miðla upplýsingum um FM-dreifirkerfi þyrfti að setja upp miðlægan búnað sem einnig gæti nýst til að koma neyðarupplýsingum um stærri landssvæði. Búnaðurinn myndi tengjast eftirlitsbúnaði Vegagerðarinnar. Vegagerðin hefur enn ekki kynnt kostnaðaráætlun við verkið en möguleikinn á umferðarútvarpi gæti orðið að veruleika á næstu árum því verkið er að finna í stefnumótun deildarinnar til næstu ára. Þetta kom fram í kynningu Vegagerðarinnar á hugmyndinni.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi