Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Umdeildum teiknara komið í felur

16.02.2015 - 17:41
Mynd með færslu
 Mynd:
Sænski skopmyndateiknarinn Lars Vilks sem talið er að hafi átt að ráða af dögum í Kaupmannahöfn á laugardag er farinn í felur.

Talsmaður sænsku lögreglunnar segir að talið hafi verið að Vilks væri ekki öruggur á heimili sínu í bænum Höganäs á Skáni í Suður-Svíþjóð. Því hafi þótt vissast að flytja hann á öruggari stað.

Vilks vann sér það til óhelgis meðal múslíma fyrir nokkrum árum að teikna og birta mynd af spámanninum Múhammeð í hundslíki. Nokkrum sinnum hefur verið ráðist á hann á liðnum árum. Meðal annars var reynt að brenna hann inni á heimili sínu í Höganäs. Eldurinn slokknaði hins vegar af sjálfu sér og olli litlum skemmdum og Vilks var raunar að heiman þegar árásin var gerð.