Um sextíu skjálftar í dag

27.09.2014 - 21:44
Mynd með færslu
 Mynd:
Tæplega sextíu skjálftar hafa verið staðsettir við Bárðarbungu í dag. Tveir skjálftanna voru yfir þremur að stærð.

Jarðskjálftavirkni undir norðvestanverðum Vatnajökli er annars með svipuðu móti og síðustu daga samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Gasmengun frá eldgosinu er mest á Miðhálendinu í kvöld og nótt en berst til suðausturs og síðar austurs á morgun. Mengunarsvæðið er að mestu bundið við gosstöðvarnar og næsta nágrenni.