Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Um 1.500 jarðskjálftar í mars

11.04.2014 - 20:03
Mynd með færslu
 Mynd:
Sjálfvirkt mælakerfi Veðurstofunnar greindi um 1500 jarðskjálfta á og við Ísland í mars. Um 350 skjálftar mældust á niðurdælingasvæði Hellisheiðarvirkjunar við Húsmúla. Stærsti skjálftinn þar var 2,1 stig.

Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Veðurstofunnar. Dagana 8. og 9. mars varð skjálftahrina undir sunnanverðu Kleifarvatni og stærsti skjálftinn fannst í Hafnarfirði og Reykjavík. 

Við Húsmúla, þar sem affallsvatni frá Hellisheiðarvirkjun er dælt niður, mældust um 350 skjálftar í mars, aðallega smáskjálftar. Mest varð skjálftavirknin þar 2. mars og 23. mars, en þá kom skjálfti upp á 2.1 stig. „Annars staðar á Hengilssvæðinu mældust tæplega 60 jarðskjálftar. Flestir voru í grennd við Ölkelduháls og við Háhrygg norðaustan við Hengil. Stærsti skjálftinn við Ölkelduháls var 2,2 að stærð þann 14. mars og stærsti skjálftinn við Háhrygg var 27. mars, einnig 2,2 stig. Báðir þessir skjálftar fundust í Hveragerði.“