Um 100 manns saknað

epa05328921 A handout picture released by the Italian Navy shows people jumping off with other in the waters around a capsized boat as it overturns in Canal of Sicily off the Libyan coast, 25 May 2016. The Italian navy says it has recovered five bodies
 Mynd: EPA - ANSA / ITALIAN NAVY
Um 100 manns er saknað eftir að bátur með flóttamönnum og hælisleitendum sökk undan strönd Líbíu í gær. Þetta sagði Flavio Di Giacomo, talsmaður Alþjóðastofnunar um fólksflutninga, í viðtali við fréttastofuna AFP í dag.

Hann sagði fram hafa komið í samtölum við þá sem komust af, að um 100 manns hefðu verið undir þiljum þegar slysið varð og að um 650 hafi verið í bátnum. Myndir náðust af því þegar bátnum hvolfdi, en ítölsku strandgæslunni tókst að bjarga 562. Talið var þá að fimm hefðu farist.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi