Úlfur Úlfur með þrjú myndbönd á einu bretti

Úlfur Úlfur með þrjú myndbönd á einu bretti

26.04.2017 - 12:09

Höfundar

Hip-hop dúettinn Úlfur Úlfur sendi óvænt frá sér þrjú ný lög og tónlistarmyndbönd með í gær, 25. apríl. Sveitin tilkynnti á sama tíma að ný plata sé væntanleg næstkomandi föstudag, 28. apríl.

Nýja platan hefur fengið nafnið „Hefnið okkar“ en lögin þrjú sem þegar eru komin út heita „Bróðir“, „Mávar“ og „Geimvera“. Úlfur Úlfur sendi síðast frá sér plötuna „Tvær plánetur“ árið 2015 og hefur hún notið gríðarlegra vinsælda.