
Úkraínumenn sækjast eftir inngöngu í NATO
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í morgun yfir þungum áhyggjum af harðnandi bardögum í Úkraínu. Ban sagði að leggja yrði aukna áherslu á að finna lausn á Úkraínudeilunni. Fregnir af því að bardagar hefðu færst í aukana vörpuðu skugga á viðræður um deiluna. Brýnt væri að auka eftirlit á landamærum Rússlands og Úkraínu í ljósi frétta um aukið flæði vopna frá Rússlandi. Þá væri mikilvægt að þingkosningar færu fram í Úkraínu 26. október eins stefnt væri að.
Mikil mannfall hefur orðið í stríðsátökunum í Úkraínu, en að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er talið að um 2.600 hafi fallið síðan þau hófust í apríl.
Vestrænir ráðamenn hafa verið með harðorðar yfirlýsingar vegna fregna af þátttöku rússneskra hermanna í bardögum í Úkraínu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í morgun að aðgerðir Rússa jafngiltu hernaðaríhlutun og kvaðst vænta skýringa frá stjórnvöldum í Moskvu. Þá hvatti Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Rússa til að hætta ólöglegum hernaðaraðgerðum í Úkraínu. Framkvæmdastjórinn sagðist ekki útiloka þann möguleika að Úkraína fengið aðild að NATO.