Maður á gangi með hund sinn hafði fundið ugluna fasta í stokknum og tilkynnti til lögreglu. Viggó Viggósson, lögreglumaður á Suðurnesjum segir að þeir hafi útbúið þar til gerða uglukörfu úr gamalli plastkörfu og tveimur rafmagnsvírum sem fundust við byrgið.
„Ég og vaktfélagi minn náðum að láta körfuna síga niður og undir ugluna. Eftir smá stund þá vildi ekki betur til en að hún steig um borð eins og hún væri tilbúin í þetta. Það tók nú tvær tilraunir að hífa hana upp, hún var svolítið skelkuð þegar við byrjuðum að hífa vírinn upp, en fyrir rest þá kom hún upp og eins og sést í videóinu þá var hún mjög fegin því að vera laus úr prísundinni.“