U20 fékk gull og fer upp í aðra deild

Mynd með færslu
 Mynd: ÍHÍ - ÍHÍ - Konráð Gylfason

U20 fékk gull og fer upp í aðra deild

19.01.2020 - 23:22
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí skipað leikmönnum 20 ára og yngri lagði Ástralíu 4-1 í úrslitaleik þriðju deildar landsliða í dag. Ísland fór taplaust í gegnum mótið og skoraði flest mörk allra liða á mótinu. Landsliðið tryggði sér sæti í annarri deild landsliða á næsta ári með þessum árangri.

Axel Orongan var valinn besti sóknarmaður þriðju deildarinnar af mótsstjórn. Axel skoraði 8 mörk og gaf 8 stoðsendingar í fimm leikjum. 

Mótið var haldið í Búlgaríu að þessu sinni. Ísland var í riðli með heimamönnum, ásamt Nýja Sjálandi og Mexíkó. Eftir að hafa unnið alla leiki sína í riðlinum mætti landsliðið Tyrkjum í undanúrslitum. Þar hafði Ísland betur 5-2. Tyrkir urðu svo í þriðja sæti eftir sigur á Mexíkó.

Hér fyrir neðan má sjá úrslitaleik Íslands og Ástralíu.