Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

U2 og Ameríkurnar tvær - The Joshua Tree

Mynd með færslu
 Mynd: Sævar Jóhannesson - Rás 2

U2 og Ameríkurnar tvær - The Joshua Tree

16.04.2017 - 14:34

Höfundar

Mál málanna í Rokklandi í dag er Joshua Tree, fimmta plata hljómsveitarinnar U2 sem kom út fyrir 30 árum og einum og hálfum mánuði – 9. Mars 1987. En það verður líka skautað yfir eitt og annað sem var að gerast í aðdraganda plötunnar og annað sem gerðist á þessum tíma frá 1984 – 1987.

Mál málanna í Rokklandi í dag er Joshua Tree, fimmta plata hljómsveitarinnar U2 sem kom út fyrir 30 árum og einum og hálfum mánuði – 9. Mars 1987. En það verður líka skautað yfir eitt og annað sem var að gerast í aðdraganda plötunnar og annað sem gerðist á þessum tíma frá 1984 – 1987, Live Aid, Conspiracy of Hope tónleikaferðin, The Unforgettable Fire platan og svo framvegis.

Joshuna tree er mikilvæg plata með þessari merkilegu hljómsveit sem segja að má að sé einskonar Bítlar 80´s krakkanna, risastór partur af hljóðrás lífs fólksins sem var að breytast úr börnum í unglinga og ungt fólk á níunda áratugnum.

Joshua tree er ein allra stærsta plata plata níunda áratugarins og kannski ein sú merkilegasta. Og kannski hefði hún getað orðið enn betri ef hljómsveitin hefði gefið sér aðeins meiri tíma til að vinna í lögunum sem voru ekki alveg tilbúin og voru notuð á B-hliðar á smáskífum, lögum eins og Silver and Gold og Sweetest thing sem Bono samdi til Ali eiginkonu sinnar á sínum tíma vegna þess að hann gleymdi afmælinu hennar – hann er að biðja hana um að fyrirgefa sér með þessum lagi.

Þær eru ekki margar plöturnar sem ég hef hlustað oftar á en Joshua Tree og þær eru ekki margar plöturnar sem heimurinn hefur hlustað á oftar en Joshua tree vegna þess að hún er ein allra mest selda plata rokksögunnar, hefur selst í uþb. 30 milljónum eintaka. Og núna þegar platan er 30 ára er U2 á leiðinni í tónleikaferð um heiminn þar sem á að spila alla plötuna. Það verður byrjað í Ameríku í maí  og í júlí verður U2 í Evrópu og sum laga plötunnar hafa sjaldan verið spiluð á tónleikum og eitt aldrei, en nú ætla þeir að spila þau öll.

Síðustu plötu; Songs of Innocence, var fylgt eftir með tónleikaferð víða um heim frá vori 2015 og fram að jólum. Túrin kölluðu þeir The Innocence + Experience tour og planið var að halda áfram með túrinn með hugsanlega örlítið breyttu sniði eftir að næsta plata, framhaldsplatan, Songs of Experience kæmi út, en svo bara breyttist heimurinn segja þeir... Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna og svo framavegis.

Platan var meira og minna tilbúin til útgáfu, persónuleg plata hafa þeir sagt U2 menn en skyndilega eftir það sem gerðist í heiminum mánuðina á undan fannst þeim platan ekki lengur passa.

Já þeir taka sig hátíðlega og Já kannski eru þeir með mikilmennskubrjálæði! Já – það getur bara vel verið. Við erum að tala um hljómplötu gamallar hljómsveitar, en þetta er engin venjulega hljómsveit heldur U2 -  og svona hefur U2 alltaf verið. Þeir vilja skipta máli, vilja að þessi músík sem þeir senda frá sér hafi eitthvað að segja og hafi þýðingu, amk. fyrir þá sem nenna að hlusta. Niðurstaðan varð sú þeir ákvaðu að setja plötuna aðeins í salt og hugsa hlutina upp á nýtt og á sama tíma kom upp þessi hugmynd að halda upp á 30 ára afmæli Joshua Tree plötunnar, ekki síst vegna þess að það sem hún fjallar um á ekki síður erindi í dag en árið 1987. Þeir segja að stemningin í Bandaríkjunum minnir um margt á Reagan tímann með Donald Trump í forsvari. En Joshua Tree fjallar að stórum hluta um ástar-haturs samband U2 við land frelsis og tækifæra – Bandaríkin.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á Hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti – langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi af Rokkland podcastinu gegnum I-tunes.

Tengdar fréttir

Tónlist

Kristian Blak og Plátufelagið Tutl

Tónlist

Músíktilraunir og Færeysku tónlistarverðlaunin

Popptónlist

Hail! Hail! Rock'n roll og líka SSSÓL

Popptónlist

Sólskin í 30 ár