Týr og Ezadeen komin til hafnar

02.01.2015 - 22:53
Mynd með færslu
 Mynd:
Varðskipið Týr og flutningaskipið Ezadeen, með á fimmta hundrað manna um borð, eru komin til hafnar á Ítalíu. Skipin lögðust að bryggju í hafnarbænum Corigliano um klukkan tíu. Í flutningaskipinu eru flóttamenn, aðallega frá Sýrlandi og héruðum Kúrda.

Dráttartaug var komið á milli skipanna um hálf sex í morgun, í afar vondu veðri, og síðan þá hafa skipin verið á leið til Corigliano.

Á fréttavef BBC er haft eftir yfirmanni hjá ítölsku strandgæslunni, að Ezadeen hafi líklega lagt upp frá Tyrklandi. Talskona Frontex - exrópska landamæraeftirlitsins, segir að flóttafólkið hafi líklega orðið fyrir barðinu á smyglurum. Svo virðist sem ný leið sé að verða til, til að flytja fólk ólöglega milli landa. Smyglarar kaupi gömul, illa farin vöruflutningaskip og sigli af stað frá Tyrklandi. 

Skipið Ezadeen var nær alveg olíulaust þegar skipverjar á Tý komu að því í nótt, á siglingu á Miðjarðarhafi, að sögn Halldórs Nellet, skipherra á Tý.Þá var afar vont veður. Fimm menn voru sendir um borð. Þeim tókst ekki að endurræsa vél skipsins, sem drepist hafði á, vegna olíuleysis. Því var ákveðið að taka skipið í tog. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi