Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Tvö látin úr ebólu í Úganda

13.06.2019 - 08:03
People crossing the border have their temperature taken to check for symptoms of Ebola, at the border crossing near Kasindi, eastern Congo Wednesday, June 12, 2019, just across from the Ugandan town of Bwera. In Uganda, a 5-year-old boy vomiting blood became the first cross-border victim of Ebola in the current outbreak on Wednesday, while two more people in Uganda tested positive for the highly contagious disease that has killed nearly 1,400 in Congo. (AP Photo/Al-hadji Kudra Maliro)
Þeir sem fara yfir landamæri Austur-Kongó eru mældir og skoðaðir. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Kona sem greinst hafði með ebólu í Úganda er látin. Tveir eru því látnir úr sjúkdómnum, sem talinn er hafa borist til landsins frá Austur-Kongó, en fimm ára drengur lést úr ebólu í Úganda í gær. Konan sem lést var amma hans. 

Að sögn yfirvalda í Úganda höfðu þau bæði farið til Austur-Kongó til að vera við útför ættingja sem látist hafði úr sjúkdómnum. Þriggja ára drengur, bróðir þess sem lést og var einnig var með í för, er alvarlega veikur af ebólu.

Þau greindust öll við rannsókn við komuna til Úganda og voru þegar sett í einangrun. Ekki er vitað um fleiri ebólutilfelli í Úganda.

Mikill viðbúnaður hefur verið í ríkjum í kringum Austur-Kongó, en meira en 2.000 hafa veikst þar úr ebólu síðan sjúkdómurinn blossaði þar upp að nýju í ágúst í fyrra. Meira en tveir þriðju sem veikst hafa eru látnir.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til skyndifundar á morgun þar sem meta á stöðuna og hvort gefa eigi út alþjóðlega viðvörun vegna hættu á ebólu.