Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tvö íslensk verkefni tilnefnd til verðlauna

07.09.2018 - 11:41
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Sunna Valgerðardóttir
Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding og Hreinsum Ísland með Bláa hernum/Landvernd, eru tilnefnd til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti 10 verkefni sem tilnefnd eru til veðlaunanna á lýðræðishátíðinni LÝSU á Akureyri.

Plast í sjónum, sjálfbært neysluvatn, úrgangur í sjónum og hreinsun og endurvinnsla frárennslisvatns eru dæmi um viðfangsefni þeirra tíu sem eru tilnefnd til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Þema ársins fyrir umhverfisverðlaunin er vernd lífríkisins í hafinu.

Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur öðrum til eftirbreytni samþætt umhverfissjónarmið starfsemi sinni eða framtaki eða á annan hátt lyft grettistaki í þágu umhverfisins. 

Vinningshafinn verður tilkynntur 30. október, í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Ósló. Verðlaunin nema 350 þúsund danskra króna.

 

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV