Tvennt í haldi vegna eldsvoðans á Selfossi

31.10.2018 - 18:24
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Tvennt er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna rannsóknar á eldsupptökum í einbýlishúsi á Selfossi í dag. Það eru húsráðandi og gestkomandi kona. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að grunur sé um að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp og er þeirra nú leitað.

Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi segir að sérfræðingar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kallaðir til aðstoðar við rannsókn málsins. Vettvangurinn verður lokaður óviðkomandi þar til vettvangsrannsókn lögreglu lýkur. Slökkvistarf stendur enn yfir. 

Rétt fyrir klukkan sex höfðu slökkviliðsmenn ekki komist upp á efri hæð hússins þar sem grunur leikur á að tvennt hafi verið þegar eldurinn kom upp.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd / RÚV
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi