Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tveir úr sérsveitinni á Þjóðhátíð í Eyjum

02.08.2018 - 12:13
Mynd með færslu
Myndin er úr safni. Mynd: RÚV
Tveir lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra verða á Þjóðhátíð í Eyjum. Þetta staðfestir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum óskaði eftir nærveru sérsveitarmannanna en sérsveitin verður ekki á neinum öðrum útihátíðum um verslunarmannahelgina.

Sérsveitin var einnig með tvo menn á Þjóðhátíð í Eyjum í fyrra en það var í fyrsta skipti í þrjú ár sem sérsveitarmenn voru við löggæslustörf á hátíðinni.

Þjóðhátíð er stærsta útihátíðin um verslunarmannahelgina en reiknað er með að um fimmtán þúsund gestir verði í Herjólfsdal á sunnudagskvöld þegar hún nær hámarki. 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV